Sálfræðistofnun

Sálfræðistofnun Háskóla Íslands er vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun sem starfrækt er af Háskóla Íslands. Stofnunin heyrir undir sálfræðideild á heilbrigðisvísindasviði og er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á fræðasviðum sálfræði.

Hlutverk Sálfræðistofnunar er m.a. að efla rannsóknir í sálfræði, styðja kennslu og þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum og veita nemendum í framhaldsnámi aðstöðu og búnað til rannsóknarstarfa, stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila í sálfræði og sterkum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf, sinna þjónustuverkefnum á sviði sálfræði, gefa út og kynna niðurstöður rannsókna í sálfræði, veita upplýsingar og ráðgjöf um sálfræðileg málefni og að gangast fyrir námskeiðum og fyrirlestrum um sálfræði. 

Stjórn Sálfræðistofnunar
Guðmundur Arnkelsson, dósent við Sálfræðideild
Fanney Þórsdóttir, dósent við Sálfræðideild
Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, dósent við Sálfræðideild

Hér má lesa reglur Sáfræðistofnunar í heild sinni.

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is