Susan M. Schneider flytur erindi á vegum Rannsóknastofu í atferlisgreiningu við Háskóla Íslands í fyrirlestrarsal Norræna hússins mánudaginn 8. september kl. 11.30-12.30.
Dr. Schneider er höfundur bókarinnar „The Science of Consequences“ sem kom út árið 2012 og er nú lesin í skyldunámskeiðinu Greining og mótun hegðunar í grunnnámi í sálfræði. Susan Schneider er bæði verkfræðingur og sálfræðingur á sviði atferlisgreiningar. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur á ensku, ber titilinn „Operant Principles Everywhere: Interdisciplinary Behavior Analysis and the Future of Our Field."
Útdráttur
Operant principles apply everywhere from simple invertebrates to Wall Street. It’s reassuring to observe how scientists and practitioners in related fields are increasingly discovering "our" operant principles and applications--with or without discovering our field of behavior analysis and its established terminology, methodology, and practices. Like other sciences, ours has always been part of a larger interdisciplinary effort. Interdisciplinary work is arguably more important than ever: We now know how fully operant principles interact with others in the large and complex nature-and-nurture system, for example. This talk will take stock of our field’s current interdisciplinary extensions, with their boundless opportunities. Our biological context includes significant advances in operant-related genetics and epigenetics as well as sophisticated neuroscience. When it comes to higher-order skills, the functional linguists are among many fellow travelers. In application, ever more randomized controlled trials are expanding our reach in the mainstream, even as our small-n designs are increasingly accepted (and even adopted). I will summarize selected advances in all of these areas, and discuss what behavior analysts can learn and how we can contribute. While interdisciplinary work entails some barriers to be surmounted, the benefits can be considerable, and they flow in both directions.
Stutt yfirlit yfir nám og störf
Susan M. Schneider nam vélaverkfræði við Brown-háskóla og þróunarsálfræði og atferlisgreiningu við Kansasháskóla. Hún hefur yfir 25 ára reynslu af rannsóknum og háskólakennslu á sviði skilyrðinganáms og stærðfræðilíkana um hegðun og um tengsl erfða og uppeldis. Hún stjórnaði rannsóknastofu í þróunarlífsálfræði (e. developmental psychobiology) við Florida International háskólann. Dr. Schneider hefur verið frumkvöðull í rannsóknum á því hvað stýrir þeirri hegðun að velja eitt umfram annað og á alhæfingu náms. Hún er sérstaklega þekkt fyrir að beita kerfiskenningu (e. systems theory) í greiningu á tengslum erfða og uppeldis og hefur skrifað nokkrar áhrifamiklar yfirlitsgreinar um þetta efni.
Bókin hennar, The Science of Consequences (www.scienceofconsequences.com), lýsir fræðigreininni, líffræðilegu samhengi hennar og hagnýtingu hennar á breiðum grunni. Dr. Schneider er í augnablikinu gestavísindamaður við University of the Pacific en hefur gegnt akademískum stöðum í St. Olaf College og Auburn-háskólanum auk Florida International University.