Hvað er SOS?
SOS er uppeldisnámskeið fyrir foreldra sem hannað er af sálfræðingnum Dr. Lynn Clark. Námskeiðinu er ætlað að hjálpa foreldrum að bæta hegðun barna sinna og stuðla að félagslegri og tilfinningalegri aðlögun.
Hvernig er námskeiðið uppbyggt?
Hvert námskeið stendur yfir í 6 vikur. Kennt er einu sinni í viku, 2,5 klst í senn. Allir þátttakendur fá bókina SOS! Hjálp fyrir foreldra, ýmsa einblöðunga, eggjaklukku (til að nota við hlé) og viðurkenningarskjal eftir námskeiðið.
Fyrirkomulag kennslu: Stutt sjálfspróf í byrjun hvers tíma úr heimalesefni vikunnar. Fyrirlestur um efni vikunnar. Umræður um hvernig gengur heima. Þáttakendur fá tækifæri til að fá persónulegar leiðbeiningar. Sýnt myndband sem sýnir samskipti barna og foreldra í ólíkum aðstæðum. Eftir hverja senu eru umræður þar sem spjallað er um hvaða viðbrögð foreldra voru óheppileg/heppileg og hvers konar viðbrögð eru líkleg til árangurs, í mismunandi aðstæðum.
Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:
- hvernig skýr skilaboð efla foreldrahlutverkið
- aðferðir til að styrkja æskilega hegðun og draga úr óæskilegri hegðun
- grundvallaratriði í notkun hlés
Leiðbeinendur á SOS námskeiðunum eru sálfræðingar sem hafa lokið námskeiði fyrir SOS-leiðbeinendur hjá dr. Z. Gabríelu Sigurðardóttur.
Verð: 23.000 kr. fyrir eitt foreldri/forráðamann, 35.000 kr. fyrir báða foreldra/forráðamenn, 35.000 kr. fyrir fagfólk (t.d. starfsfólk stofnana) á leiðbeinendanámskeið. Námskeiðshald er háð eftirspurn.
Nánari upplýsingar og skráning: saldeild@hi.is eða í síma 525-4240.
Ath. Rannsóknastofa í atferlisgreiningu er með höfundarétt á öllu íslenska efni námskeiðsins.