Öryggi barna

„Vinsamlegast setjið börn ekki ofan í innkaupakerrurnar“

- Forvarnarverkefni Rannsóknarstofu í atferlisgreiningu og Sjóvá

Öryggi barna í innkaupakerrum er átaksverkefni Rannsóknarstofu í atferlisgreiningu og Sjóvá til að vinna saman gegn slysum barna í innkaupakerrum. Verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2013 og því er ætlað að vekja fólk til vitundar um þá hættu sem börnum stafar af því að vera laus í innkaupakerrum stórverslana. Sérstökum spjöldum var komið fyrir í innkaupakerrum í völdum verslunum til þess að sporna gegn þessari hegðun.

Tengdar fréttir: Vinna saman gegn slysum barna í innkaupakerrum

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is