Fjarkynning: Hvað veistu um framhaldsnám við Sálfræðideild HÍ?

Í ljósi aðstæðna býður Sálfræðideild ekki upp á árlegan staðfund heldur fjarfund um framhaldsnám í Sálfræðideild HÍ fimmtudaginn 19. mars 2020 kl. 16-17.

Hægt verður að fylgjast með hér: https://eu01web.zoom.us/my/kemst

Hægt verður að taka þátt í fundinum og nota textaspjall fyrir fyrirspurnir um námið. Kennarar munu segja frá uppbyggingu námsins, markmiðum þess og helstu áherslum.

Dagskrá fundar:

  1. Hagnýt atferlisgreining (nýtt nám í samvinnu Sálfræðideildar og deildar Heilsueflingar, íþrótta- og tómstunda á Menntavísindasviði)
  2. Megindleg sálfræði
  3. Samfélag og umhverfi
  4. Skólar og þroski 
  5. Klínísk sálfræði (barna- eða fullorðinslína)

Framhaldsnám í hagnýtri sálfræði er tveggja ára nám til 120 eininga. Það skiptist í kjörsviðin Klínísk sálfræði (barna- eða fullorðinslína), Megindleg sálfræði, Samfélag og umhverfi og Skólar og þroski.

Meistaranám í hagnýtri atferlisgreiningu er nýtt þverfaglegt tveggja ára nám til 120 eininga og diplómanám í hagnýtri atferlisgreiningu er eins árs nám til 60 eininga.

Opið er fyrir umsóknir í meistaranámið til 15. apríl nk. 

Upplýsingar um fylgigögn með umsókn eru hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is