Fyrirlestur: Hvað er skólasálfræði

Rannsóknastofa í atferlisgreiningu og Sálfræðideild HÍ bjóða til fyrirlesturs föstudaginn 3. mars þar sem Dr. Gyða Guðmundsdóttir mun fjalla um skólasálfræði.

Gyða lauk doktorsnámi í skólasálfræði frá University of Rhode Island í Bandaríkjunum árið 2016. Hún sérhæfði sig meðal annars í forvörnum og íhlutun innan skóla m.t.t. náms og hegðunar barna, unglinga og fullorðinna. Auk þess eru helstu viðfangsefni hennar í rannsóknum ADHD (athyglisbrestur með/án ofvirkni) og tengd úrræði, notkun og misnotkun örvandi lyfseðilsskyldra lyfja og önnur áhættuhegðun.

Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn sem fer fram í stofu 103 í Lögbergi frá kl. 12 - 13 föstudaginn 3. mars. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is