Rannsóknir á „intraverbal“ hegðun: Nám og íhlutun

Mánudaginn 27. apríl nk. mun dr. Einar Þór Ingvarsson halda erindi á vegum Rannsóknastofu í atferlisgreiningu í stofu 101 í Odda kl. 11.00-12.00.

Dr. Einar Þór Ingvarsson, Ph.D: og BCBA-D, er klíniskur leiðbeinandi, umsjónarmaður með klíniskri starfsþjálfun meistaranema í atferlisgreiningu og fræðimaður hjá Child Study Center auk þess að kenna í atferlisgreiningardeild North Texas University. Hann stýrir þjónustu við börn með einhverfu í Child Study Center í Fort Worth. Hann er enn fremur aðstoðarritstjóri tímaritanna Journal of Applied Behavior Analysis og The Analysis of Verbal Behavior, sem eru meðal helstu vísindarita í atferlisgreiningu, og situr auk þess í ritnefnd tímaritanna The Behavior Analyst og European Journal of Behavior Analysis sem eru einnig mjög mikilvæg vísindarit í atferlisgreiningu. Einar situr einnig í stjórn samtaka um atferlisgreiningu í Texas (Texas Association for Behavior Analysis). Hann er með BA-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, MS-próf í atferlisgreiningu frá Háskólanum í Norður-Texas (University of North Texas) og doktorspróf í atferlissálfræði frá Háskólanum í Kansas (University of Kansas).

Erindi Einars ber heitið „Rannsóknir á „Intraverbal“ hegðun: Nám og íhlutun“ og þar mun hann fjalla um hagnýtar rannsóknir á svokallaðri „intraverbal“ hegðun (Skinner, 1957). Undir það hugtak falla til dæmis svör við spurningum og samræður. Tekin verða nokkur dæmi um einstaklingsrannsóknir (N=1 eða single subject experiments) á algengum kennsluaðferðum, áreitisstjórnun og yfirfærðri og afleiddri svörun. Þessar rannsóknir hafa þýðingu fyrir atferlisíhlutun fyrir börn með einhverfu og aðrar þroskaraskanir en tengjast einnig rannsóknum á almennum málþroska frá sjónarhorni 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is